Fleiri styrkir til FAS

07.nóv.2019

FAS hefur lagt mikla áherslu á erlent samstarf á liðnum árum og er ekkert lát á því. Þetta samstarf hefur m.a. verið styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+ og Nordplus svo eitthvað sé nefnt. Tvö verkefni eru í gangi þessi misserin; annað tengist listasviði skólans og hitt menntun í ferðaþjónustu og útivist.

Það er gaman að greina frá því að FAS hefur nýlega hlotið tvo nýja styrki frá Erasmus+ fyrir verkefni sem bæði tengjast menntun á sviði ferðaþjónustu og fjallamennsku. Annað verkefnið kallast Aukin fagmennska í fjallamennskunámi. Þetta er nemenda- og kennaraskiptaverkefni sem felst í því að tveir nemendur og kennarar sem tengjast fjallamennskusviði skólans fá styrk til að fara erlendis í tveggja vikna náms- og kynnisdvöl. Skóli í Skotlandi, The school of adventure studies hefur orðið fyrir valinu sem samstarfsskóli en hann er hluti af háskólanum The University of the Highlands and Islands. Stefnt er að því að fara í þessa námsferð í mars 2020. Þetta finnst okkur frábært því dvölin ytra verður bæði viðbót og dýpkun á því sem nemendur hafa þegar lært í fjallamennskunáminu í FAS.

Hitt verkefnið er samstarfsverkefni sex landa; Portúgals, Bretlands, Slóveníu, Írlands, Danmerkur og Íslands. Verkefnið heitir á ensku Destinations: Wellbeing Tourism Opportunities for Regions, skammstafað DETOUR. Þetta er ekki nemendaskiptaverkefni en snýst um að kanna og hanna leiðir til að efla heilsutengda ferðaþjónustu í tengslum við áfangastaði, menntastofnanir og ferðaþjónustufyrirtæki í nærumhverfi þátttökustofnananna. Þetta er tveggja ára verkefni sem hefst í desember. Það verður gaman að fylgjst með framvindu þessara verkefna.

Aðrar fréttir

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...