Kaffihúsakvöld Nemfas

27.sep.2018

Frá nýnemaballi.

Það má heldur betur segja að félagslífið í skólanum fari vel af stað á önninni. Strax í þriðju viku var bíókvöld í skólanum. Í síðustu viku var svo nýnemaball í Sindrabæ.
Nú er komið að fyrsta kaffihúsakvöldi annarinnar en það verður í kvöld, 27. september. Það eru bókaklúbbur, tónlistarklúbbur og spilaklúbbur sem standa að því í samstarfi við Málfundafélag skólans. Hægt verður að taka þátt í pub quiz og eru vinningar fyrir þá sem standa sig best.
Klúbbarnar lofa notalegri stemmingu þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Boðið verður upp á heitar vöfflur og fleira bakkelsi.
Kaffihúsakvöldið verður á Nýtorgi og hefst klukkan 20. Aðgangseyrir er 500 krónur. Við hvetjum alla nemendur til að mæta og eiga notalega kvöldstund í Nýheimum.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...