FAS keppir í Gettu betur í kvöld

09.jan.2018

Oddleifur, Ástrós og Aðalsteinn.

Í kvöld keppir FAS við lið MH í Gettu betur. Þetta er í þrítugasta og annað sinn sem keppnin er haldin en 27 skólar skráðu sig til þátttöku að þessu sinni.
Lið FAS er skipað þeim Aðalsteini Gunnarssyni, Ástrós Anítu Óskarsdóttur og Oddleifi Eiríkssyni og leggst keppnin nokkuð vel í þau.
Viðureignin á milli skólanna hefst klukkan 20:30 í kvöld og verður útvarpað á Rás 2. Við hvetjum alla til að stilla viðtækin á Rás 2 og hlusta á þau spreyta sig.
Að sjálfsögðu óskum við okkar fólki góðs gengis.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...