FAS keppir í Gettu betur í kvöld

09.jan.2018

Oddleifur, Ástrós og Aðalsteinn.

Í kvöld keppir FAS við lið MH í Gettu betur. Þetta er í þrítugasta og annað sinn sem keppnin er haldin en 27 skólar skráðu sig til þátttöku að þessu sinni.
Lið FAS er skipað þeim Aðalsteini Gunnarssyni, Ástrós Anítu Óskarsdóttur og Oddleifi Eiríkssyni og leggst keppnin nokkuð vel í þau.
Viðureignin á milli skólanna hefst klukkan 20:30 í kvöld og verður útvarpað á Rás 2. Við hvetjum alla til að stilla viðtækin á Rás 2 og hlusta á þau spreyta sig.
Að sjálfsögðu óskum við okkar fólki góðs gengis.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...