Kynningar á lokaverkefnum

09.maí.2025

Um margra ára skeið hefur svokallaður verkefnaáfangi verið skylda í námsvali FAS. Þá vinna nemendur stórt lokaverkefni sem getur verið bæði rannsóknarvinna og/eða heimildavinna. Í áfanganum kynnast nemendur rannsóknaraðferðum, bæði megindlegum og eigindlegum, og eins hvernig vinna á úr slíkum gögnum. Síðast en ekki síst læra nemendur meðferð heimilda og hvernig setja á fram vinnu á skýran og skipulegan hátt.

Það var stór dagur hjá væntanlegum útskriftarnemendum í FAS í gær því þeir voru með kynningar á lokaverkefnum sínum. Staðnemendur héldu sínar kynningar í fyrirlestrasal Nýheima. Fjarnemendur þurfa að taka sínar kynningar upp og senda til kennara. Það er skemmst frá því að segja að kynningarnar í gær gengu ljómandi vel og greinilegt var að nemendum var létt að þeim loknum. Í gegnum tíðina hafa margir nemendur sagt að þetta sé einn mikilvægasti áfanginn sem þeir taka í FAS þar sem þetta sé góður undirbúningur fyrir frekara nám.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...