Vísindadagar hófust í FAS í morgun.
Seinni hluta þessarar viku vinna nemendur í hópum að ákveðnum verkefnum og brjóta aðeins upp hefðbundna kennslu.
Nemendur völdu sér hópa sem vinna að mismunandi verkefnum en öll verkefnin eiga það sameiginlegt að þeir koma inn á mismunandi þætti lýðræðis.
Á föstudaginn frá kl 12.30 og til kl 14.00 munu hóparnir svo kynna afurðir sínar og niðurstöður verkefna í skólastofum FAS og eru þær kynningar öllum opnar.
Við hvetjum alla til að kíkja við og skoða verkefni nemendanna.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...