Nú er prófum að ljúka í FAS en síðasti prófadagurinn er miðvikudagurinn 18.maí. Prófsýning verður fimmtudaginn 19. maí. Nemendur eru hvattir til að koma og skoða prófin sín.
Laugardaginn 21. maí kl. 14:00 er svo komið að útskrift frá FAS. Að þessu sinni verða útskrifaðir nemendur af framhaldsskólabraut, fjallamennskubraut, vélstjórnarbraut og svo stúdentar. Að venju fer athöfnin fram í Nýheimum og hefst klukkan 14:00. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...