Próf og próftaka

29.apr.2016

  • Reglur þessar gilda um próf og próftöku í áföngum sem eru kenndir af kennurum skólans.
  • Taki nemandi próf frá öðrum skólum þá gilda reglur þess skóla.
  • Áfangastjóri sér um próf sem tekin eru frá öðrum skólum.
  • Próftafla er gerð opinber fyrir miðja önn.
  • Nemandi hefur viku til að gera athugasemd við próftöflu eftir að hún hefur verið gerð opinber.
  • Athugasemdum við próftöflu skal komið til áfangastjóra.
  • Hægt er að sækja um það til námsráðgjafa fyrir lok kennslu að taka próf með öðrum hætti en hefðbundið er vegna fötlunar eða annarra hamlandi aðstæðna.
  • Námsráðgjafi auglýsir fámenna prófstofu og skráir í hana, að uppfylltum skilyrðum sem námsráðgjafi setur, þá nemendur sem óska eftir að vera í henni.
  • Nemandi getur sótt til skólameistara um breytingu á próftíma eða niðurfellingu á prófi ef aðstæður hans eru þannig að hann á erfitt með að koma í próf á auglýstum tíma.
  • Miðað er við að tekin séu lokapróf í öllum áföngum nema skipulag náms í áfanganum miðist við aðrar matsaðferðir. Fyrirkomulag námsmats liggur fyrir við upphaf annar og birtist í kennsluáætlun.
  • Þegar um munnleg próf er að ræða eru þau auglýst sérstaklega og fyrirkomulag þeirra er nánar skilgreint í kennsluáætlun.
  • Nemanda er skylt að mæta í munnleg próf.
  • Nemanda ber að mæta tímanlega til auglýstra prófa jafnt munnlegra sem skriflegra.
  • Geti nemandi ekki mætt til boðaðs prófs vegna veikinda þá ber honum að tilkynna það á skrifstofu skólans og skila síðan læknisvottorði fyrir sjúkrapróf.
  • Endurtektarpróf eru einungis ætluð nemendum á lokaönn í námi.
  • Kennari lítur til nemenda við upphaf próftíma og einu sinni eftir það að jafnaði.
  • Próf eru að jafnaði 120 mínútur og ekki er gert ráð fyrir að nemendur geti sótt um framlengingu á próftíma.
  • Nemandi skal að lágmarki vera 45 mínútur inn í prófi.
  • Nemandi sem mætir of seint í próf fær ekki sjálfkrafa framlengingu á próftíma.
  • Nemandi sem ekki er mættur til prófs þegar 45 mínútur eru liðnar af próftíma hefur fyrirgert rétti sínum til próftöku ef ekki koma til veikindi eða önnur lögmæt forföll.
  • Nemandi má ekki hafa hjá sér á borðinu eða á gólfi við hliðina nein önnur gögn en þau sem skráð eru á forsíðu prófs sem leyfileg prófgögn.
  • Notkun síma og annarra tækja er bönnuð í prófum og skal vera slökkt á þeim og þau höfð á prófstjóraborði ef þau eru meðferðis.
  • Nemendur skulu skilja prófblöð eftir á borðinu þegar þeir yfirgefa prófstofu.
  • Skólameistari getur vísað nemanda úr áfanga sem hefur rangt við í prófi samanber reglur um brottvikningu.
  • Nemandi hefur viku frá prófsýningardegi til að gera athugasemdir við kennara varðandi lokaeinkunn í áfanga.
  • Sætti nemandi sig ekki við niðurstöður kennara hvað varðar lokaeinkunn hefur hann 14 daga frá prófsýningardegi til að koma skriflegum athugasemdum um það til skólameistara.

Yfirfarið og breytt í nóvember 2015

Skólameistari

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...