Fjallanámið áfram í FAS

19.apr.2024

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum hjalla undanfarið sem nú hefur fengist tímabundin lending á.

Flest erum við vel meðvituð um mikilvægi námsins, ekki síst hér á suðausturhorninu þar sem stór hluti ferðaþjónustu tengist ferðum á jökli og á fjöllum. Það er mikilvægt að fagfólk sé leiðandi í ferðum þar sem mikilvægt er að öryggi sé tryggt og lesið í veður og aðstæður metnar. Það er ekki síður mikilvægt fyrir skólann og samfélagið að FAS muni áfram geta boðið upp á fjallamennskunámið.

Í meðfylgjandi grein eftir Erlu Guðnýju Helgadóttur má lesa um mikilvægi menntunar í fjallaleiðsögn á Íslandi.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa margir lagst á árar með að standa vörð um námið og þökkum við öllum viðkomandi fyrir stuðninginn.

Aðrar fréttir

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...