Fjallanámið áfram í FAS

19.apr.2024

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum hjalla undanfarið sem nú hefur fengist tímabundin lending á.

Flest erum við vel meðvituð um mikilvægi námsins, ekki síst hér á suðausturhorninu þar sem stór hluti ferðaþjónustu tengist ferðum á jökli og á fjöllum. Það er mikilvægt að fagfólk sé leiðandi í ferðum þar sem mikilvægt er að öryggi sé tryggt og lesið í veður og aðstæður metnar. Það er ekki síður mikilvægt fyrir skólann og samfélagið að FAS muni áfram geta boðið upp á fjallamennskunámið.

Í meðfylgjandi grein eftir Erlu Guðnýju Helgadóttur má lesa um mikilvægi menntunar í fjallaleiðsögn á Íslandi.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa margir lagst á árar með að standa vörð um námið og þökkum við öllum viðkomandi fyrir stuðninginn.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...