Á leið til Noregs

05.apr.2024

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert ráð fyrir heimsókn til eins af þátttökulöndunum á hverri önn. Við hér í FAS fengum gesti til okkar í október og áttum góðar stundir saman.

Nú er komið að næstu heimsókn sem að þessu sinni verður til Noregs. Íslenski hópurinn leggur af stað til Keflavíkur á morgun, laugardag og flýgur utan á sunnudag og við verðum komin til Brønnøysund um kvöldmat. Það er þétt og mikil dagskrá í næstu viku þar sem bæði er verið að kynnast landi og þjóð og eins að vinna að verkefnavinnu. Hægt verður að fylgjast með ferðum hópsins á https://nr.fas.is/

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar íslenski hópurinn kvaddi gestina í haust.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...