Á leið til Noregs

05.apr.2024

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert ráð fyrir heimsókn til eins af þátttökulöndunum á hverri önn. Við hér í FAS fengum gesti til okkar í október og áttum góðar stundir saman.

Nú er komið að næstu heimsókn sem að þessu sinni verður til Noregs. Íslenski hópurinn leggur af stað til Keflavíkur á morgun, laugardag og flýgur utan á sunnudag og við verðum komin til Brønnøysund um kvöldmat. Það er þétt og mikil dagskrá í næstu viku þar sem bæði er verið að kynnast landi og þjóð og eins að vinna að verkefnavinnu. Hægt verður að fylgjast með ferðum hópsins á https://nr.fas.is/

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar íslenski hópurinn kvaddi gestina í haust.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...