Lokamat framundan

05.des.2023

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat kemur í stað lokaprófa sem fyrir nokkrum árum voru allsráðandi og fyrir marga nemendur mjög stressandi tímabil.

Nemendur finna tímasetningar fyrir lokamat í sínum áföngum á Námsvef og í mörgum tilfellum er einnig að finna yfirlit yfir það helsta sem þarf að kunna skil á í lokamati. Mikilvægt er að undibúa sig vel svo allt gangi sem best. Staðnemendur mæta í kennslustofur sínar en fjarnemendur fá fundarboð á Teams.

Síðasti dagur fyrir lokamat er föstudagurinn 15. desember og allar einkunnir ættu að vera komnar inn fljótlega eftir það. Við óskum okkar fólki góðs gengis í törninni sem er fram undan.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...