Lokamat framundan

05.des.2023

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat kemur í stað lokaprófa sem fyrir nokkrum árum voru allsráðandi og fyrir marga nemendur mjög stressandi tímabil.

Nemendur finna tímasetningar fyrir lokamat í sínum áföngum á Námsvef og í mörgum tilfellum er einnig að finna yfirlit yfir það helsta sem þarf að kunna skil á í lokamati. Mikilvægt er að undibúa sig vel svo allt gangi sem best. Staðnemendur mæta í kennslustofur sínar en fjarnemendur fá fundarboð á Teams.

Síðasti dagur fyrir lokamat er föstudagurinn 15. desember og allar einkunnir ættu að vera komnar inn fljótlega eftir það. Við óskum okkar fólki góðs gengis í törninni sem er fram undan.

Aðrar fréttir

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar...

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...