Lokamat framundan

05.des.2023

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat kemur í stað lokaprófa sem fyrir nokkrum árum voru allsráðandi og fyrir marga nemendur mjög stressandi tímabil.

Nemendur finna tímasetningar fyrir lokamat í sínum áföngum á Námsvef og í mörgum tilfellum er einnig að finna yfirlit yfir það helsta sem þarf að kunna skil á í lokamati. Mikilvægt er að undibúa sig vel svo allt gangi sem best. Staðnemendur mæta í kennslustofur sínar en fjarnemendur fá fundarboð á Teams.

Síðasti dagur fyrir lokamat er föstudagurinn 15. desember og allar einkunnir ættu að vera komnar inn fljótlega eftir það. Við óskum okkar fólki góðs gengis í törninni sem er fram undan.

Aðrar fréttir

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og...