Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

24.nóv.2023

Kennsla í fyrstu hjálpar áfanga var haldin á Höfn helgina 17. – 20. nóvember. Það voru fjórir dagar af verklegri kennslu, umræðum, æfingum, fyrirlestrum og fleiru sem nýst getur verðandi leiðsögumönnum í fjallamennskunámi FAS.
Meðal áhersluatriða voru slys, ofkæling, sár, stoðkerfisáverkar og bráð vandamál í helstu líffærakerfum sem bregðast þarf hratt við. Námskeiðið gekk í alla staði mjög vel og umhverfi Nýheima reyndist vel þrátt fyrir gráleitt veður.

Kennarar í áfanganum voru: Tómas Eldjárn Vilhjálmsson og Ármann Ragnar Ægisson.

Aðrar fréttir

ForestWell menntaverkefnið

ForestWell menntaverkefnið

ForestWell er eitt af þeim fjölmörgu Erasmus+ menntaverkefnum sem FAS hefur tekið þátt í. Í ForestWell verkefninu er unnið er að gerð námsefnis í samstarfi menntastofnanna og fyrirtækja á sviði markaðsmála og stafrænna lausna frá Danmörku, Finnlandi, Írlandi, Íslandi...

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

Það er heldur betur búið að vera líflegt í FAS í dag og margt um manninn. Í dag var haldin fyrsta vinnustofan í verkefninu HeimaHöfn en það er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Verkefnið felur í sér náið samstarf með ungu...

Burt með allt ofbeldi

Burt með allt ofbeldi

Við höfum ekki farið varhluta af umræðu um aukið ofbeldi í þjóðfélaginu síðustu daga og vikur. Það er mikilvægt að allir taki höndum saman um að sporna við öllu ofbeldi. Bleikur litur er orðinn tákn þess að ofbeldi verði aldrei samþykkt. Undanfarna daga hafa sést víðs...