Kennsla í fyrstu hjálpar áfanga var haldin á Höfn helgina 17. – 20. nóvember. Það voru fjórir dagar af verklegri kennslu, umræðum, æfingum, fyrirlestrum og fleiru sem nýst getur verðandi leiðsögumönnum í fjallamennskunámi FAS.
Meðal áhersluatriða voru slys, ofkæling, sár, stoðkerfisáverkar og bráð vandamál í helstu líffærakerfum sem bregðast þarf hratt við. Námskeiðið gekk í alla staði mjög vel og umhverfi Nýheima reyndist vel þrátt fyrir gráleitt veður.
Kennarar í áfanganum voru: Tómas Eldjárn Vilhjálmsson og Ármann Ragnar Ægisson.