Frumsýning á föstudag

20.mar.2023

Í byrjun annar sögðum við frá því að FAS væri í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar vegna uppsetningar á fjölskylduleikritinu Galdrakarlinum í Oz eftir L. Frank Baum. Fjölmargir aðstoða leikfélagið við uppsetninguna en auk nemenda í FAS eru nokkrir nemendur úr grunnskólanum sem fara með hlutverk. Í heildina koma nokkrir tugir að uppsetningunni.

Undanfarnar vikur hafa verið stífar æfingar og næsta föstudag, 24. mars verður leikritið frumsýnt í Mánagarði. Sýningin á föstudag hefst hefst klukkan 19 og það er orðið uppselt á hana. Önnur sýning verður laugardaginn 25. mars og hefst hún klukkan 17. Þar er enn hægt á fá miða. Það eru tvær sýningar fyrirhugaðar sunnudaginn 26. mars, sú fyrri er klukkan 13 og sú seinni klukkan 17. Hægt er að panta miða í síma 691 67 50 eða 892 93 54 á milli 17 og 20.

Við hvetjum alla til að drífa sig í leikhús og sjá skemmtilega uppfærslu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingum síðustu daga.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...