Frumsýning á föstudag

20.mar.2023

Í byrjun annar sögðum við frá því að FAS væri í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar vegna uppsetningar á fjölskylduleikritinu Galdrakarlinum í Oz eftir L. Frank Baum. Fjölmargir aðstoða leikfélagið við uppsetninguna en auk nemenda í FAS eru nokkrir nemendur úr grunnskólanum sem fara með hlutverk. Í heildina koma nokkrir tugir að uppsetningunni.

Undanfarnar vikur hafa verið stífar æfingar og næsta föstudag, 24. mars verður leikritið frumsýnt í Mánagarði. Sýningin á föstudag hefst hefst klukkan 19 og það er orðið uppselt á hana. Önnur sýning verður laugardaginn 25. mars og hefst hún klukkan 17. Þar er enn hægt á fá miða. Það eru tvær sýningar fyrirhugaðar sunnudaginn 26. mars, sú fyrri er klukkan 13 og sú seinni klukkan 17. Hægt er að panta miða í síma 691 67 50 eða 892 93 54 á milli 17 og 20.

Við hvetjum alla til að drífa sig í leikhús og sjá skemmtilega uppfærslu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingum síðustu daga.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...