Fókus í Músiktilraunum

16.mar.2023

Í síðustu viku sögðum við frá stúlknabandinu Fókus sem spilaði m.a. á Nýtorgi þegar menningarverðlaun sveitarfélagsins voru afhent og eins á Blúshátíð um síðustu helgi.

Nú er komið í ljós að hljómsveitin tekur þátt í Músiktilraunum og mun spila laugardaginn 25. mars í Hörpu. Hljómsveitin hefur æft stíft undanfarið og flytur bæði frumsamin lög og ábreiður. Núna eru frumsömdu lögin þeirra komin á netið og hægt er að hlusta á þau hér. 

Undankvöldin í Músiktilraunum að þessu sinni eru fjögur þar sem um það bil 40 hljómsveitir sækjast eftir því að komast í úrslit. Það verða 10 – 12 hljómsveitir sem komast í úrslit og úrslitakvöldið verður þann 1. apríl.

Okkur finnst frábært að hljómsveitin taki þátt í Músiktilraunum og það verður sannarlega gaman að fylgjast með. Þeir sem eru á höfðuborgarsvæðinu geta farið í Hörpu til að hlusta á bandið. Gert er ráð fyrir að hljómsveitin spili um 19:30. Hægt er að kaupa miða á tix.is. Við óskum okkar konum góðs gengis.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...