Viljayfirlýsing um samstarf

14.mar.2023

Í dag undirrituðu Steinunn Hödd Harðardóttir þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og Lind Völundardóttir skólameistari FAS yfirlýsingu um samstarf. Með viljayfirlýsingunni er ætlunin að efla samstarf  og  sýnileika á milli stofnananna í samfélaginu og styðja við sí- og endurmenntun landvarða þjóðgarðsins. Samstarfið mun annars vegar felast í auknu svigrúmi fyrir starfsfólk þjóðgarðsins til að taka áfanga í fjallamennskunámi FAS og hins vegar að FAS nýti þekkingu starfsfólks hjá þjóðgarðinum inn í nám í landvörslu í kennslu og fræðslu bæði fyrir nemendur og kennara.

Bæði þjóðgarðurinn og FAS hafa mörg sameiginleg markmið. Samstarfinu er ætlað að greiða aðgang að þeim. Þar má nefna umhverfis- og náttúruvernd í ferðamennsku, fræðslu og uppbyggingu þjóðgarðsins og tengsl landvarða og starfsmanna í ferðaþjónustu.

Við erum mjög ánægð með þessa viljayfirlýsingu sem mun án efa efla báðar stofnanirnar. Vonast er til að hægt verði að bjóða upp á námið í landvörslu strax í haust.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...