Viljayfirlýsing um samstarf

14.mar.2023

Í dag undirrituðu Steinunn Hödd Harðardóttir þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og Lind Völundardóttir skólameistari FAS yfirlýsingu um samstarf. Með viljayfirlýsingunni er ætlunin að efla samstarf  og  sýnileika á milli stofnananna í samfélaginu og styðja við sí- og endurmenntun landvarða þjóðgarðsins. Samstarfið mun annars vegar felast í auknu svigrúmi fyrir starfsfólk þjóðgarðsins til að taka áfanga í fjallamennskunámi FAS og hins vegar að FAS nýti þekkingu starfsfólks hjá þjóðgarðinum inn í nám í landvörslu í kennslu og fræðslu bæði fyrir nemendur og kennara.

Bæði þjóðgarðurinn og FAS hafa mörg sameiginleg markmið. Samstarfinu er ætlað að greiða aðgang að þeim. Þar má nefna umhverfis- og náttúruvernd í ferðamennsku, fræðslu og uppbyggingu þjóðgarðsins og tengsl landvarða og starfsmanna í ferðaþjónustu.

Við erum mjög ánægð með þessa viljayfirlýsingu sem mun án efa efla báðar stofnanirnar. Vonast er til að hægt verði að bjóða upp á námið í landvörslu strax í haust.

Aðrar fréttir

Lokamat framundan

Lokamat framundan

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat...

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Kennsla í fyrstu hjálpar áfanga var haldin á Höfn helgina 17. - 20. nóvember. Það voru fjórir dagar af verklegri kennslu, umræðum, æfingum, fyrirlestrum og fleiru sem nýst getur verðandi leiðsögumönnum í fjallamennskunámi FAS. Meðal áhersluatriða voru slys, ofkæling,...

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nú er að ganga í hönd sá tími ársins þegar dagar eru hvað stystir og myrkur sem mest. Því er upplagt að finna til það sem kætir og léttir lund. Öll getum við verið sammála um það að litlu ljósin marglitu og skær geti verið gleðiauki. Á efri hæðinni í Nýheimum var...