Í morgun klukkan 10 hófst skólastarf á vorönninni þegar skólinn var settur. Þar á eftir fengu nemendur afhentar stundatöflur. Einhverjir hafa þurft að endurskoða val sitt og jafnvel breyta skráningum.
Kennsla hefst í fyrramálið samkvæmt stundaskrá og lögð er á það áhersla að nemendur verði virkir í náminu strax í upphafi.
Ef einhverjir skyldu vera velta fyrir sér námi við skólann er þeim bent á að skoða námsframboð á heimasíðu skólans. Við viljum líka minna á að hægt er að taka marga áfanga í fjarnámi. Föstudaginn 8. janúar lýkur skráningu í áfanga en best er að skrá sig sem fyrst.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...