Skólastarf vorannar hafið

04.jan.2016

skolasetningÍ morgun klukkan 10 hófst skólastarf á vorönninni þegar skólinn var settur. Þar á eftir fengu nemendur afhentar stundatöflur. Einhverjir hafa þurft að endurskoða val sitt og jafnvel breyta skráningum.
Kennsla hefst í fyrramálið samkvæmt stundaskrá og lögð er á það áhersla að nemendur verði virkir í náminu strax í upphafi.
Ef einhverjir skyldu vera velta fyrir sér námi við skólann er þeim bent á að skoða námsframboð á heimasíðu skólans. Við viljum líka minna á að hægt er að taka marga áfanga í fjarnámi. Föstudaginn 8. janúar lýkur skráningu í áfanga en best er að skrá sig sem fyrst.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...