Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli mæti.