Opnir dagar í FAS

28.feb.2022

Það er fyrir löngu orðin hefð að hafa „opna daga“ í FAS á vorönninni en þá er námið sett til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við eitthvað allt annað. Að þessu sinni ætlaði stór hluti staðnemenda að fara í skíðaferð í Oddskarð en veðurguðirnir gripu í taumana og sáu til þess að ekkert varð úr ferðinni.

Að venju starfa nokkrir hópar á „opnum dögum“. Þrír hópar eru að undirbúa árshátíð sem verður haldin fimmtudaginn 10. mars. Það er að mörgu að hyggja þegar halda skal árshátíð. Einn hópurinn er að undirbúa skreytingar, annar hópurinn er að búa til skemmtiatriði og þriðji hópurinn ætlar að búa til texta og lög sem verða flutt á árshátíðinni.

Síðasti hópurinn sem starfar á „opnum dögum“ veltir fyrir sér skapandi skrifum og þegar litið var til þeirra rétt áðan voru þeim heimsmálin síðustu daga hugleikin.

Veikindi lita „opna daga“ nokkuð að þessu sinni, Covid hefur náð í skottið á mörgum. En þeir sem eru mættir vinna vel.

Meðfylgjandi mynd var tekin hjá skreytingahópi fyrr í dag, þar er búið að ákveða þema árshátíðarinnar að þessu sinni en það verður ekkert upplýst um það að svo stöddu.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...