Opnir dagar í FAS

28.feb.2022

Það er fyrir löngu orðin hefð að hafa „opna daga“ í FAS á vorönninni en þá er námið sett til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við eitthvað allt annað. Að þessu sinni ætlaði stór hluti staðnemenda að fara í skíðaferð í Oddskarð en veðurguðirnir gripu í taumana og sáu til þess að ekkert varð úr ferðinni.

Að venju starfa nokkrir hópar á „opnum dögum“. Þrír hópar eru að undirbúa árshátíð sem verður haldin fimmtudaginn 10. mars. Það er að mörgu að hyggja þegar halda skal árshátíð. Einn hópurinn er að undirbúa skreytingar, annar hópurinn er að búa til skemmtiatriði og þriðji hópurinn ætlar að búa til texta og lög sem verða flutt á árshátíðinni.

Síðasti hópurinn sem starfar á „opnum dögum“ veltir fyrir sér skapandi skrifum og þegar litið var til þeirra rétt áðan voru þeim heimsmálin síðustu daga hugleikin.

Veikindi lita „opna daga“ nokkuð að þessu sinni, Covid hefur náð í skottið á mörgum. En þeir sem eru mættir vinna vel.

Meðfylgjandi mynd var tekin hjá skreytingahópi fyrr í dag, þar er búið að ákveða þema árshátíðarinnar að þessu sinni en það verður ekkert upplýst um það að svo stöddu.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...