Það hefur aldeilis verið nóg um að vera í FAS það sem af er þessari viku. Stór hluti nemenda hefur verið að undirbúa árshátíð sem verður í næstu viku. Þar er að mörgu að hyggja. Það þarf að útbúa skreytingar, panta mat og sjá til þess að allt verði til reiðu. Síðast en ekki síst þarf að undirbúa skemmtiatriði og þá er gjarnan litið til þess hvernig síðasta skólaár hefur verið. Oftar en ekki er gert góðlátlegt grín að samferðafólkinu, bæði nemendum og kennurum.
Tæknin er sífellt meira nýtt og í stað þess að leika atriði á sviði eru þau gjarnan tekin upp og svo klippt saman í eitt árshátíðarmyndband. Meðfylgjandi mynd var tekin í dag en þá var einmitt verið að vinna í myndbandinu.
Staðan í fjallamennskunámi FAS
Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...