Fimmta skrefið komið í FAS

20.des.2021

Mánudaginn 13. desember var komið að lokaúttekt á Grænum skrefum í FAS. Það er skemmst frá því að segja að úttektin gekk vel og FAS hefur nú lokið öllum skrefunum fimm.

Einn liður í Grænum skrefum er hjólavottun þar sem fólk er hvatt til að nýta umhverfisvænni samgöngumáta. Það er Hjólavottun sem er félag hjólreiðamanna sem stendur fyrir vottuninni og hvetur með því stofnanir og vinnustaði til að bæta aðbúnað fyrir starfsfólk svo það velji frekar umhverfisvænni og heilbrigðari ferðamáta í sínu daglega lífi. Nú hafa Nýheimar og sveitarfélagið tekið höndum saman til að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk. Það hefur verið ákveðið að setja upp hjólaskýli við Nýheima sem nýtist bæði íbúum Nýheima og starfsfólki í ráðhúsinu. Stefnt er að því að setja skýlið upp á næsta ári. Hjá Hjólavottuninni er hægt að fá; brons-, silfur-, gull- eða platínuvottun eftir því hvað stofnunin uppfyllir mörg skilyrði. FAS hefur nú þegar fengið silfurvottun og stefnir á gullvottun með nýju hjólaskýli og hækkandi sól. Að sjálfsögðu stefnir FAS að platínuvottun í náinni framtíð.

Þá má í lokin nefna að skólinn hefur gert samgöngusamning við þá sem koma gangandi eða hjólandi til vinnu. Þeir sem gerðu slíkan samning við skólann á haustönninni fengu þau styrk fyrir þetta skólaár. Vonandi verður framhald á samgöngusamningum því hann er sannarlega hvatning, bæði til að hreyfa sig meira og um leið að minnka kolefnissporið.

 

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...