Síðasti kennsludagur annarinnar

08.des.2021

Þó að í dag sé síðasti kennsludagur annarinnar er nóg um að vera. Nokkrir nemendur sem eru komnir vel áleiðis í námi flytja lokaverkefnin sín í áfanganum VERK3VR05 en að margra mati er það einn mikilvægasti áfanginn sem nemendur taka í FAS. Þá eru allir nemendur uppteknir af því að ljúka vinnu í hverjum áfanga og skila inn námsmöppum.

Þennan síðasta kennsludag bauð skólinn nemendum og starfsfólki í hádegismat og þar var flest það á boðstólum sem alla jafnan er að finna á borðum landsmanna á jólum. Eins og svo oft áður töfraði hún Dísa okkar fram dýrindis kræsingar og voru þeim gerð góð skil.

Á morgun byrjar svo lokamat. Staðnemendur mæta í stofu en fjarnemendur fá fundarboð á Teams. Allir eiga að geta séð tímasetningar fyrir lokamat í áföngum sínum á Námsvef.

Við óskum öllum góðs gengis í þessum síðustu verkum annarinnar.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...