Síðasti kennsludagur annarinnar

08.des.2021

Þó að í dag sé síðasti kennsludagur annarinnar er nóg um að vera. Nokkrir nemendur sem eru komnir vel áleiðis í námi flytja lokaverkefnin sín í áfanganum VERK3VR05 en að margra mati er það einn mikilvægasti áfanginn sem nemendur taka í FAS. Þá eru allir nemendur uppteknir af því að ljúka vinnu í hverjum áfanga og skila inn námsmöppum.

Þennan síðasta kennsludag bauð skólinn nemendum og starfsfólki í hádegismat og þar var flest það á boðstólum sem alla jafnan er að finna á borðum landsmanna á jólum. Eins og svo oft áður töfraði hún Dísa okkar fram dýrindis kræsingar og voru þeim gerð góð skil.

Á morgun byrjar svo lokamat. Staðnemendur mæta í stofu en fjarnemendur fá fundarboð á Teams. Allir eiga að geta séð tímasetningar fyrir lokamat í áföngum sínum á Námsvef.

Við óskum öllum góðs gengis í þessum síðustu verkum annarinnar.

Aðrar fréttir

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...