Lokaráðstefna DETOUR

25.nóv.2021

Miðvikudaginn 10. nóvember s.l. var lokaráðstefna DETOUR verkefnisins haldin í Nýheimum. Var ráðstefnan bæði í raunheimum og í gegnum Teams.

Áhugaverð erindi voru flutt á ráðstefnunni og var fyrirlesurum tíðrætt um umbreytandi ferðaupplifanir og leiðir innan ferðamennskunnar til að ferðast á umhverfisvænan máta. Umbreytandi upplifanir eru upplifanir sem gefa ferðalöngum færi á að fræðast og takast á við uppbyggilegar áskoranir og einn meginþátturinn í umhverfisvænum ferðamáta er að staldra lengur við á hverjum stað, gefa sér tíma til að kynnast áfangastaðnum og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða.

Fram kom að Ísland hefur allt til að bera til að vera áfangastaður hæglætis- og heilsueflandi ferðaþjónustu því ferðamenn sæki nú enn meira en áður í hreinleika, víðerni, hátt þjónustustig og stórkostlega náttúru, en þetta er meðal þess sem einkennir það sem ferðamenn sækjast eftir í auknu mæli.

Meðal þeirra sem ávörpuðu ráðstefnuna  voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Dr Steve Taylor frá Skotlandi og Prófessor Edward H. Huijbens sem talaði frá Hollandi.

Að loknum erindum, huglægu ferðalagi og matarhléi ræddu þátttakendur ráðstefnunnar um afurðir DETOUR verkefnisins.  Helstu niðurstöður samtalsins voru þær að verkefnið færði samfélögum og ferðaþjónustuaðilum gríðarlega mikið magn af fróðleik sem væri framsettur á aðgengilegan máta og gæti nýst öllum þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem vilja færa sig í átt að heilsueflandi vöruframboði og ná þannig til ört vaxandi markhóps ferðamanna.

Frekar fáir sáu sér fært að mæta til ráðstefnunnar en hún var tekin upp og hér má finna tengil inn á fyrirlestrahluta hennar: Lokaráðstefna DETOUR – upptaka

Hulda Laxdal tengiliður FAS í þessu verkefni þakkar þeim sem mættu á ráðstefnuna kærlega fyrir þeirra þátttöku og framlag í uppbyggilegu samtali og  vonar að ferðaþjónustuaðilar verði duglegir að nýta sér DETOUR afurðirnar.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...