Gisti- og kennslutjald í FAS

08.sep.2021

Á dögunum eignaðist skólinn stórt og mikið tjald sem einkum er hugsað sem gistiaðstaða fyrir nemendur í fjallamennskunámi en auðvitað er hægt að nýta það fyrir annað starf í skólanum ef þarf.
Tjaldið var notað í fyrsta skipti í klifuráfanga sem var kenndur í Öræfum í síðustu viku. Tjaldið er uppblásið og tekur aðeins fáeinar mínútur að tjalda því. Þá voru líka keyptir 30 beddar sem nýtast fyrir gistingu. Tjaldið getur einnig nýst til kennslu í vettvangsferðum. Tjaldið reyndist ljómandi vel í sinni fyrstu ferð.
Ástæða þess að tjaldið var sett upp í dag fyrir utan FAS var að það þurfti að þurrka það áður en það verður notað næst.

[modula id=“13133″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...