Inniratleikur í FAS

13.sep.2021

Nokkrum sinnum á önn eru svokölluð „uppbrot“ í skólastarfi í FAS en þá er felld niður kennsla í einn tíma og nemendur fást við eitthvað annað. Eitt slíkt var á dagskrá í dag og var ráðgert að það væri ratleikur. Þar sem veðurspáin fyrir daginn var ekki mjög spennandi til útiveru var brugðið á það ráð að setja upp ratleik inni í Nýheimum.

Það vill svo til að þessa daga eru fyrsta árs nemar í fjallanáminu í húsi og þegar þeir höfðu blandast staðnemendum var hópurinn orðinn nokkuð stór eða um 100 manns. Hópnum var skipt í 11 smærri hópa og þurftu þeir þá leita að og ganga á milli jafnmargra stöðva þar sem kennarar biðu þeirra og lögðu fyrir þraut. Þegar þrautin var leyst á hverjum stað fékk hópurinn bókstaf og þegar allar þrautir voru leystar gátu nemendur fundið lausnarorðið sem að þessu sinni var skólameistari.

Að leik loknum var boðið upp á morgunverð á Nýtorgi þar sem hún Hafdís okkar töfraði fram kræsingar eins og henni einni er lagið.

Þetta var hin fínasta skemmtun og ekki annað að sjá en allir skemmtu sér hið besta. Þetta er líka góð leið til kynnast nýju fólki.

[modula id=“13148″]

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...