Fjallanám – eitthvað fyrir þig?

27.ágú.2015

isklifur2Á síðasta vetri var nám í fjallamennsku endurskipulagt. Nú er ekki lengur miðað við lágmarksaldur 18 ár og því geta nemendur jafnvel á fyrsta ári verið með. Náminu er skipt í fjóra námsþætti og fer námið nær eingöngu fram utan skólans. Við viljum vekja athygli á því að nám í fjallamennsku er hægt að nota sem sérhæfingu og línu á kjörnámsbraut sem er ein af brautum til stúdentsprófs í FAS.
Nemendur sem eru í námi í FAS geta gjarnan verið með í fjallanámi kjósi þeir svo. Það er einungis ein vika sem þeir þyrftu að vera frá skóla og þá væri hægt að semja við aðra kennara um O-skráningu.
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að takast á við nýjar og spennandi áskoranir að kynna sér málið með því að skoða meðfylgjandi viðhengi.

Aðrar fréttir

Lokamat framundan

Lokamat framundan

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat...

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Kennsla í fyrstu hjálpar áfanga var haldin á Höfn helgina 17. - 20. nóvember. Það voru fjórir dagar af verklegri kennslu, umræðum, æfingum, fyrirlestrum og fleiru sem nýst getur verðandi leiðsögumönnum í fjallamennskunámi FAS. Meðal áhersluatriða voru slys, ofkæling,...

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nú er að ganga í hönd sá tími ársins þegar dagar eru hvað stystir og myrkur sem mest. Því er upplagt að finna til það sem kætir og léttir lund. Öll getum við verið sammála um það að litlu ljósin marglitu og skær geti verið gleðiauki. Á efri hæðinni í Nýheimum var...