Fjallanám – eitthvað fyrir þig?

27.ágú.2015

isklifur2Á síðasta vetri var nám í fjallamennsku endurskipulagt. Nú er ekki lengur miðað við lágmarksaldur 18 ár og því geta nemendur jafnvel á fyrsta ári verið með. Náminu er skipt í fjóra námsþætti og fer námið nær eingöngu fram utan skólans. Við viljum vekja athygli á því að nám í fjallamennsku er hægt að nota sem sérhæfingu og línu á kjörnámsbraut sem er ein af brautum til stúdentsprófs í FAS.
Nemendur sem eru í námi í FAS geta gjarnan verið með í fjallanámi kjósi þeir svo. Það er einungis ein vika sem þeir þyrftu að vera frá skóla og þá væri hægt að semja við aðra kennara um O-skráningu.
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að takast á við nýjar og spennandi áskoranir að kynna sér málið með því að skoða meðfylgjandi viðhengi.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...