Skólasetning í dag

21.ágú.2015

skolasetningKlukkan tíu í morgun hófst skólastarf haustannarinnar formlega þegar skólinn var settur. Eftir stutt innlegg frá skólameistara var félagslíf nemenda kynnt og nemendur hvattir til að velja sig í hópa. Klukkan ellefu hófust umsjónarfundir þar sem nemendur fengu afhentar stundatöflur. Þar var einnig farið yfir skipulag, s.s. hvernig vinnulagi er háttað í skólanum, mætingar og Innu og Kennsluvef sem eru kerfi til að halda utan um nám nemenda. Á umsjónarfundi er líka mögulegt að breyta skráningum ef á þarf að halda.
Kennsla hefst svo á mánudag samkvæmt stundaskrá. Hlökkum til að sjá ykkur þá.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...