Skólasetning í dag

21.ágú.2015

skolasetningKlukkan tíu í morgun hófst skólastarf haustannarinnar formlega þegar skólinn var settur. Eftir stutt innlegg frá skólameistara var félagslíf nemenda kynnt og nemendur hvattir til að velja sig í hópa. Klukkan ellefu hófust umsjónarfundir þar sem nemendur fengu afhentar stundatöflur. Þar var einnig farið yfir skipulag, s.s. hvernig vinnulagi er háttað í skólanum, mætingar og Innu og Kennsluvef sem eru kerfi til að halda utan um nám nemenda. Á umsjónarfundi er líka mögulegt að breyta skráningum ef á þarf að halda.
Kennsla hefst svo á mánudag samkvæmt stundaskrá. Hlökkum til að sjá ykkur þá.

Aðrar fréttir

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...

Skyndihjálparnámskeið hjá fjallamennskunemendum

Skyndihjálparnámskeið hjá fjallamennskunemendum

Síðasta áfanganum hjá öðru árinu í fjallamennskunámi FAS lauk núna í lok nóvember. Áfanginn sem var kenndur á Höfn kallast Fyrsta hjálp í óbyggðum og er 8 daga fagnámskeið í fyrstu hjálp sem býr nemendur undir það að geta metið og sinnt bráðum tilfellum í óbyggðum og...