Klukkan tíu í morgun hófst skólastarf haustannarinnar formlega þegar skólinn var settur. Eftir stutt innlegg frá skólameistara var félagslíf nemenda kynnt og nemendur hvattir til að velja sig í hópa. Klukkan ellefu hófust umsjónarfundir þar sem nemendur fengu afhentar stundatöflur. Þar var einnig farið yfir skipulag, s.s. hvernig vinnulagi er háttað í skólanum, mætingar og Innu og Kennsluvef sem eru kerfi til að halda utan um nám nemenda. Á umsjónarfundi er líka mögulegt að breyta skráningum ef á þarf að halda.
Kennsla hefst svo á mánudag samkvæmt stundaskrá. Hlökkum til að sjá ykkur þá.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...