Íslenska stærðfræðafélagið hefur um langt skeið staðið fyrir stærðfræðikeppni á meðal framhaldsskólanema. Keppninni er skipt í tvö stig, annars vegar fyrir nýnema sem hófu nám í framhaldsskóla í haust og hins vegar fyrir þá sem eru komnir lengra í námi.
Þegar Arndís Lára stærðfræðikennari í FAS kynnti keppnina fyrir hópnum sínum ákvað Selma Ýr Ívarsdóttir að taka þátt. Vegna aðstæðna í samfélaginu var keppnin að þessu sinni á rafrænu formi.
Í gær barst tölvupóstur í FAS frá Íslenska stærðfræðafélaginu þar sem sagt er frá keppninni og þá kemur í ljós að Selma Ýr er á meðal 20 efstu í keppni nýnema. Það vekur athygli að hún er eini þátttakandinn utan höfuðborgarsvæðisins sem er í þeim hópi. Frábært hjá þér Selma að taka þátt og innilega til hamingju með árangurinn.
Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS
Í dag var samfélagslögreglunni boðið í hádegisverð í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), þar sem nemendur og starfsfólk nutu saman dásamlegrar kjúklingasúpu. Í kjölfarið hélt samfélagslögreglan stutta kynningu fyrir nemendur, þar sem áhersla var lögð á...