Selma Ýr á meðal tuttugu efstu í STAK 2020

20.okt.2020

Íslenska stærðfræðafélagið hefur um langt skeið staðið fyrir stærðfræðikeppni á meðal framhaldsskólanema. Keppninni er skipt í tvö stig, annars vegar fyrir nýnema sem hófu nám í framhaldsskóla í haust og hins vegar fyrir þá sem eru komnir lengra í námi.
Þegar Arndís Lára stærðfræðikennari í FAS kynnti keppnina fyrir hópnum sínum ákvað Selma Ýr Ívarsdóttir að taka þátt. Vegna aðstæðna í samfélaginu var keppnin að þessu sinni á rafrænu formi.
Í gær barst tölvupóstur í FAS frá Íslenska stærðfræðafélaginu þar sem sagt er frá keppninni og þá kemur í ljós að Selma Ýr er á meðal 20 efstu í keppni nýnema. Það vekur athygli að hún er eini þátttakandinn utan höfuðborgarsvæðisins sem er í þeim hópi. Frábært hjá þér Selma að taka þátt og innilega til hamingju með árangurinn.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...