Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the modern-events-calendar-lite domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the google-analytics-dashboard-for-wp domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Fjallahjólaferð í fjallamennskunáminu | FAS

Fjallahjólaferð í fjallamennskunáminu

06.okt.2020

Grunnnámskeið í fjallahjólreiðum var haldið dagana 2. – 5. október. Að þessu sinni var nemendahópnum skipt í tvennt, en helmingur hópsins fór á jökul meðan hinir æfðu fjallahjólreiðar. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Guðmundur Markússon, Sigfús Ragnar Sigfússon og Sólveig Sveinbjörnsdóttir aðstoðaði. Markmið námskeiðsins var að byggja góðan grunn í fjallahjólreiðum og að nemendur væru öryggir til að fara í auðveldar fjallahjólaferðir á eigin vegum. Námskeiðið var haldið á Iceland Bike Farm nánar tiltekið í Mörtungu 2 í námunda við Kirkjubæjarklaustur.

Við byrjuðum fyrsta daginn á að fara yfir fjallahjól og hvað þarf að hafa í huga þegar verið er að máta og velja hjól og hvernig á að stilla dempara, bremsur, sætispóst og fleira. Síðan var farið í að máta hjól fyrir alla og finna réttar stærðir, stilla dempara og bremsur meðal annars. Þaðan lá leiðin út og farið var yfir undirstöðuatriði í fjallahjólreiðum. Hjólað var í heimahögum Iceland Bike farm og gekk það mjög vel.

Á laugardeginum var byrjað inni og farið yfir ferðalög á fjallahjólum, hvað þarf að hafa í bakpokanum og hvernig er gott að klæða sig. Ferðinni var svo heitið upp á heiði eins og það er kallað og æfðum við grunnstöður og tækniæfingar á hjólunum í gegnum mismunandi landslag og stíga. Einnig stoppuðum við á pump tracki eins og það er kallað sem að er í landi Iceland Bike Farm. Nemendur nýttu tæknina sem þeir höfðu lært til að hjóla miserfiða kafla af leiðinni. Þegar líða tók á daginn var svo hjólað seinni hluta leiðarinnar á fullu „gasi“ og endað aftur í Mörtungu sem var mjög hressandi eftir miklar æfingar.

Á sunnudeginum var svo farið í heilsdags fjallahjólaferð. Safnað var í bíla og keyrt á þremur breyttum jeppum áleiðis inn í Laka, eða rétt innan við Fagrafoss. Þaðan lá svo leiðin eftir gömlum slóðum í átt að landi Mörtungu 2. Eftir að hjólað hafði verið í dágóðastund upp á við er svo komið á land Iceland Bike Farm og þá var skemmtileg ferð framundan niður flotta slóða sem hafa verið búnir til úr gömlum kindagötum og tileinkaðir fjallahjólreiðum. Leiðin er mjög falleg og falleg gljúfur og fossar sem einkenna leiðina í bland við litríkt heiðalandslag sem að var einkar litríkt núna í haustlitum.

Síðasta daginn var svo farið yfir hjólaviðgerðir og undirstöðuatriði í þeim. Meðal annars lærðu nemendur að skipta um dekk og að viðhalda hjólinu svo að búnaðurinn sé alltaf í toppstandi

Námskeiðslok voru með hefðbundnu sniði, búnaður var flokkaður og yfirfarinn, námskeiðið rýnt, spurningum svarðað og ráðleggingar fyrir framhaldið gefnar. Námskeiðið fór mjög vel fram og hlökkum við til að sjá hópinn halda áfram að vaxa og dafna. Við þökkum kærlega fyrir okkur.  Líkt og áður eru myndir eftir @skulipalmason á instagram

Sólveig Sveinbjörnsdóttir

[modula id=“10237″]

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...