Breytt fyrirkomulag á kennslu í FAS

04.okt.2020

Nú er orðið ljóst að sóttvarnareglur hafa verið hertar og ekki mega nema 30 vera í sama rými. Í FAS hefur verið ákveðið að eftirtaldir áfangar verði kenndir í staðkennslu og nemendur þar eiga að mæta samkvæmt stundatöflu:

DANS1ML05
EFNA2LO05
ÍSLE1LT05 og ÍSLE1SR05
LÍFS1HÖ02
MLSU1VA03
RAMV1VA04
SJLI1LI05, einnig 2. og 3. þreps áfangar í sjónlistum
SKAP1LI05
STÆR1TJ05, STÆR1AR05 og STÆR1SA05
VÉLS1VA04

Kennsla í matreiðslu MATR1AM05 fellur niður og íþróttakennsla verður með sama hætti og undanfarið. Í öðrum áföngum en hafa verið taldir upp hér fyrir ofan verður tekin upp fjarkennsla sem kennari í hverjum áfanga mun útfæra og verða nemendur að fylgjast vel með á námsvef og skoða tölvupóst reglulega.

Veitingasalan í Nýheimum verður lokuð 5. – 9. október.

Gert er ráð fyrir að þetta skipulag vari næstu tvær vikur en í lok vikunnar farið yfir stöðuna.

Núna er mikilvægt að allir gæti vel að sóttvörnum og að við styðjum hvert annað á meðan að þetta ástand varir.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...