Dagmar Lilja í öðru sæti

28.sep.2020

Í gær, laugardaginn 26. september var komið að því að halda Söngkeppni framhaldsskólanna en vegna COVID-19 varð að fresta keppninni síðasta vor. Fyrir hönd FAS keppti Dagmar Lilja Óskarsdóttir og söng hún lagið The way we were sem Barbara Streisand söng á sínum tíma.

Það er skemmst frá því að segja að Dagmar Lilja stóð sig einstaklega vel og þegar úrslit voru kynnt var hún í öðru sæti sem er frábær árangur. Innilega til hamingju með góðan flutning og frábæra frammistöðu.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...