Breytt fyrirkomulag á útskrift í FAS

12.maí.2020

Það styttist í það sem margir telja hápunkt skólastarfsins á hverju ári sem er útskrift. Að þessu sinni verður útskrift frá FAS laugardaginn 23. maí.

Vegna COVID-19 eru takmörk á því hversu margir mega koma saman hverju sinni og miðast skipulag útskriftar við það. Þess vegna hefur verið ákveðið að útskrift verði í tveimur hópum og mega þeir einir koma sem hafa fengið um það boð. Hvert útskriftarefni má taka með sér að hámarki þrjá gesti og munu þeir sitja saman við merkt borð á Nýtorgi.

Klukkan 13 verður útskrift hjá nemendum sem hafa stundað nám í vélstjórn og fjallamennsku. Á þeim tíma útskrifast líka sjúkraliðar og þeir sem ljúka framhaldsskólaprófi.

Klukkan 14 er svo komið að útskrift stúdenta. Við biðjum fólk um að sýna þessum óvenjulegu aðstæðum skilning en fyrir þá sem vilja fylgjast með er ætlunin að senda út frá athöfninni og munum við birta slóðina þegar nær dregur.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...