Breytt fyrirkomulag á útskrift í FAS

12.maí.2020

Það styttist í það sem margir telja hápunkt skólastarfsins á hverju ári sem er útskrift. Að þessu sinni verður útskrift frá FAS laugardaginn 23. maí.

Vegna COVID-19 eru takmörk á því hversu margir mega koma saman hverju sinni og miðast skipulag útskriftar við það. Þess vegna hefur verið ákveðið að útskrift verði í tveimur hópum og mega þeir einir koma sem hafa fengið um það boð. Hvert útskriftarefni má taka með sér að hámarki þrjá gesti og munu þeir sitja saman við merkt borð á Nýtorgi.

Klukkan 13 verður útskrift hjá nemendum sem hafa stundað nám í vélstjórn og fjallamennsku. Á þeim tíma útskrifast líka sjúkraliðar og þeir sem ljúka framhaldsskólaprófi.

Klukkan 14 er svo komið að útskrift stúdenta. Við biðjum fólk um að sýna þessum óvenjulegu aðstæðum skilning en fyrir þá sem vilja fylgjast með er ætlunin að senda út frá athöfninni og munum við birta slóðina þegar nær dregur.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...