Ástráður með kynfræðslu

19.feb.2020

Í dag komu til okkar góðir gestir og af því tilefni var efnt til uppbrots. Það voru nemendur frá Ástráði en það er nafnið á kynfræðslufélagi læknanema en læknanemar hafa um margra ára bil farið í framhaldsskóla og elstu bekki grunnskóla með fræðslu. Það voru nemendur FAS og nemendur úr 10. bekk grunnskólans sem voru boðaðir á uppbrotið í dag.

Læknanemarnir eru hingað komnir til að fræða nemendur um allt það sem viðkemur kynheilbrigði og kynlífi. Nemendum gafst líka kostur á því að bera fram spurningar. Það þarf ekki að tíunda hversu mikilvægt er að nemendur fái sem besta fræðslu því margir eru á þessum árum að stíga sín fyrstu skref í kynlífi.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna í dag.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...