Heilsuuppbrot í FAS

22.jan.2019

Fríður Hilda og Ragnheiður á Nýtorgi.

Í dag var komið að fyrsta uppbroti annarinnar og fjallaði það um heilsu og vellíðan. Nokkur atriði voru á dagskrá.
Fyrst kynnti Fríður Hilda starf sitt en hún hóf starf sem námsráðgjafi nú um áramótin.
Því næst kom Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur og fjallaði um hvað hver og einn geti gert til að honum líði sem best og nái sem bestum árangri í leik og starfi. Þar skiptir miklu máli að huga vel að mataræði, hreyfingu og rækta tengsl við fjölskyldu og vini. Mestu máli skiptir þó að gæta þess að sofa nægilega. Ragnheiður fjallaði einnig um hvað sé hægt að gera til að bæta andlega líðan og hvernig þekkja megi einkenni ef leita þarf eftir stuðningi til að bæta heilsuna. Jafnframt hvatti hún alla til að reyna að minnka skjánotkun og setja sjálfum sér bæði markmið og mörk.
Við hér í FAS eru afskaplega ánægð að hafa þær Ragnheiði og Hildi starfandi við skólann og að nemendur geti leitað til þeirra.
Í lokin sýndi Zophonías innslag úr fréttum þar sem var verið að segja frá kvíða og vanlíðan nemenda í MS og ástæðum fyrir þeirri líðan. Í lok uppbrotsins ræddu nemendur saman í hópum hvað þeir geti gert til að bæta líðan.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...