Skólastarf vorannar hafið

04.jan.2022

Skólastarf vorannar í FAS hófst formlega í morgun þegar skólinn var settur. Í máli skólameistara kom fram að reynt verði eftir fremsta megni að hafa skólastarf sem eðlilegast þó að mikið sé um smit af völdum kórónuveirunnar núna. Jafnframt minnti hann á mikilvægi þess að hver og einn gæti sem best að sóttvörnum til að minnka líkur á smiti. En komi upp smit þurfi að bregðast við því.
Eftir skólasetningu voru umsjónarfundir þar sem farið var yfir helstu áherslur annarinnar.

Kennsla hefst svo á morgun, 5. janúar, samkvæmt stundaskrá. Nemendur geta séð bæði stundatöflu og bókalista í Innu. Ef það eru einhverjir sem eru að velta fyrir sér breytingu á áfangaskráningu er best að drífa í því hið fyrsta því lok áfangaskráningar eru fimmtudaginn 6. janúar.

Við skulum ganga jákvæð og glöð mót hækkandi sól og vonum að dagar veiruskammarinnar verði senn taldir.

 

Aðrar fréttir

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...