Útskrift í fjallamennsku

18.jún.2021

Aldrei fyrr hefur jafn stór hópur nemenda hafið nám í Fjallamennskunámi FAS og síðastliðið haust en þá voru hátt í 30 nemendur skráðir. Með stærsta hóp nemenda til þessa og heimsfaraldur hangandi yfir fór haustið vel af stað og ákveðið var að fjölga nemendum á vorönn og þá bættust hátt í 15 nemendur í hópinn. Fjölgun nemenda eftir áramót var liður í því að koma til móts við atvinnulausa og gefa þeim tækifæri til að stunda nám á meðan að erfitt var að finna vinnu.

Í dag er því mikill gleðidagur hjá okkur i Fjallamennskunámi FAS því rúmlega 20 nemendur eru að útskrifast.

Eftir þennan frábæra vetur með okkar ágæta nemenda- og kennarahóp hefur námið svo sannarlega vakið athygli og hafa umsóknir fyrir komandi vetur aldrei verið fleiri. Við höldum því ótrauð áfram í því að leggja metnað okkar í að stuðla að menntun í fjallaleiðsögn á Íslandi og hlökkum til að hefja enn eitt metárið í Fjallamennskunámi FAS. Áhugasamir mega endilega fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum @fjallamennskunamfas.

Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem eru framundan.

Aðrar fréttir

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....