Bekkjakerfi í FAS

09.okt.2020

Núna er ljóst að við erum ekki alveg að ná tökum á COVID-19 og þetta ástand mun vara nokkuð lengur. Því hefur verið ákveðið að breyta skipulagi í FAS til að koma á móts við sem flesta en að tryggja um leið smitvarnir. Ákveðið hefur verið að skipta nemendum skólans í sex bekki og mun hver bekkur fá sína kennslustofu og sína lesstofu. Bekkirnir eru eftirfarandi; fjallamennskubekkur, vélstjórnarbekkur, framhaldsskólabekkur, fyrsti bekkur, annar bekkur og þriðji bekkur. Fjallamennskubekkur og vélstjórnarbekkur halda sínum stundaskrám og þar verða tiltölulega litlar breytingar. Fjallamennskubekk hefur verið úthlutað fyrirlestrasalur Nýheima og Nýtorg. Vélstjórnarnemendur verða í stofu 207 og í Vöruhúsinu. Framhaldsskólabekkur þar sem einkum eru nemendur af framhaldsskólabraut verða í stofu 202 og lesstofan þeirra verður á handbókasafni. Nemendum á stúdentsbrautum er skipt niður í fyrsta, annan og þriðja bekk eftir því hversu langt þeir eru komnir í námi. Fyrsti bekkur verður í stofu 204 og einnig á lesstofunni. Annar bekkur verður í stofu 203 og fær lesstofu í stofu 206. Þriðji bekkur fær stofu 201 og lesstofu í fundaherbergi FAS.

Hver bekkur fær sína stundatöflu þar sem miðað er við að í hverjum áfanga verði staðtími einu sinni í viku eða jafnvel oftar. Upplýsingar um hver er í hvaða bekk verða hengdar utan á hverja stofu. Hver bekkur má bara vera á sínum svæðum en kennarar fara á milli bekkja. Gangar og salerni eru sameiginleg svæði en allir verða að gæta sérstaklega vel að sóttvörnum á þeim svæðum. Miðað er við að allir notir grímur í kennslustofum og á lesstofum. Veitingasalan opnar aftur eftir helgi en nú með breyttu fyrirkomulagi. Grautur og hádegismatur verður á efri hæð og hver bekkur matast í sinni stofu eða lesstofu. Ætlast er til að hver taki til eftir sig að máltíð lokinni.

Þetta breytta fyrirkomulag er ekki síst hugsað til þess að hægt sé að halda betur utan um nemendur og hvetja þá áfram á þessum krefjandi tímum. Líklega verða einhverjir hnökrar á þessu fyrirkomulagi í byrjun en það er sameiginlegt verkefni okkar allra að leysa það. Nemendur eiga því að mæta í skólann eftir helgi samkvæmt stundaskrá nema að þeir hafi fengið upplýsingar frá sínum kennara um annað.

 

Aðrar fréttir

Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

Í dag var samfélagslögreglunni boðið í hádegisverð í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), þar sem nemendur og starfsfólk nutu saman dásamlegrar kjúklingasúpu. Í kjölfarið hélt samfélagslögreglan stutta kynningu fyrir nemendur, þar sem áhersla var lögð á...

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðanámskeið framhaldshópsins í fjallamennskunámi FAS var haldið á Dalvík, 21.-26. febrúar. Eins og fram hefur komið hafa snjóaðstæður á landinu verið heldur fátæklegar og snjóalög erfið. Því var meiri áhersla lögð á leiðsögn, undirbúning, veður og skipulag á...

Hárið frumsýnt á laugardag

Hárið frumsýnt á laugardag

Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur í Mánagarði næstkomandi laugardag undir leikstjórn Svandísar Dóru Einarsdóttur. Samstarf á milli Leikfélags Hornafjarðar og FAS á sér langa sögu og í gegnum tíðina hafa fjölmargir nemendur tekið þátt í uppfærslum. Þeir nemendur...