Í dag fór fram útskrift frá FAS. Hún var ekki með hefðbundu sniði. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu um ávarpa og kveðja útskriftarefni.
Að þessu sinni útskrifast 14 stúdentar, einn nemandi lýkur námi í fjallamennsku, tveir nemendur ljúka framhaldsskólaprófi, fjórir nemendur ljúka A stigi vélstjórnar og einn nemandi útskrifast af sjúkraliðabraut.
Nýstúdentar eru: Arnar Geir Líndal, Egill Jón Hannesson, Eyrún Guðnadóttir, Fjóla Hrafnkelsdóttir, Freyja Sól Kristinsdóttir, Gísli Þórarinn Hallsson, Hekla Natalía Sigurðardóttir, Helena Fanney Sölvadóttir, Ívar Kristinsson, Kristján Darri Eysteinsson, Kristófer Daði Kristjánsson, María Magnúsdóttir, Oddleifur Eiríksson og Ragnar Ágúst Sumarliðason.
Kristján Bjarki Héðinsson lýkur námi í fjallamennsku. Birna Rós Valdimarsdóttir og Þorsteinn Kristinsson útskrifast af framhaldsskólabraut. Auðbjörn Atli Ingvarsson, Janus Gilbert Stephensson, Kári Svan Gautason og Óttar Már Einarsson ljúka A stigi vélstjórnar og Regianne Halldórsdóttir útskrifast af sjúkraliðabraut.
Bestum árangri á stúdentprófi að þessu sinn nær Oddleifur Eiríksson.
Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
[modula id=“9807″]
Á morgun laugardaginn 23. maí verður útskrift frá FAS. Vegna takmarkana á því hversu margir mega koma saman verður útskrifað í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni má hafa með sér að hámarki þrjá gesti og mun þeim verða raðað í sæti. Það verður streymt frá útskriftinni fyrir þá sem vilja fylgjast með og er slóðin https://www.youtube.com/watch?v=8xlbYZYjV3o
Klukkan 13:00 verða nemendur útskrifaðir af framhaldsskólabraut, A stigi vélstjórnar, sjúkraliðabraut og úr fjallamennskunámi.
Klukkan 14:00 verður svo útskrift nýstúdenta.
Það styttist í það sem margir telja hápunkt skólastarfsins á hverju ári sem er útskrift. Að þessu sinni verður útskrift frá FAS laugardaginn 23. maí.
Vegna COVID-19 eru takmörk á því hversu margir mega koma saman hverju sinni og miðast skipulag útskriftar við það. Þess vegna hefur verið ákveðið að útskrift verði í tveimur hópum og mega þeir einir koma sem hafa fengið um það boð. Hvert útskriftarefni má taka með sér að hámarki þrjá gesti og munu þeir sitja saman við merkt borð á Nýtorgi.
Klukkan 13 verður útskrift hjá nemendum sem hafa stundað nám í vélstjórn og fjallamennsku. Á þeim tíma útskrifast líka sjúkraliðar og þeir sem ljúka framhaldsskólaprófi.
Klukkan 14 er svo komið að útskrift stúdenta. Við biðjum fólk um að sýna þessum óvenjulegu aðstæðum skilning en fyrir þá sem vilja fylgjast með er ætlunin að senda út frá athöfninni og munum við birta slóðina þegar nær dregur.
Við sögðum frá því í síðustu viku að margir nemendur okkar hefðu komið að því að gæða gamla Sindrahúsið lífi áður en það verður rifið. Það var fyrst og fremst gert til að gefa nemendum tækifæri til að fást við eitthvað skapandi og njóta um leið útiveru á meðan að skólahald var takmarkað vegna COVID-19.
Þetta verkefni hefur víða vakið athygli og í síðustu viku mátti sjá umfjöllun um verkefnið á heimasíðu Ungmennafélags Íslands. Einnig er hægt að sjá nánar um verkefnið á instagramsíðu skólans og síðasta daginn sem unnið var verkefninu var þetta myndband tekið.
Fyrir stuttu sögðum við frá því að verkefni frá FAS hefði komist í undanúrslit í samkeppni sem Landvernd stendur fyrir og kallast Ungt umhverfisfréttafólk. Tíu framhaldsskólar skiluðu inn samtals 40 verkefnum og komust sex þeirra í undanúrslit. Fyrir stuttu fengum við að vita að verkefni Hellisbúanna væri á meðal þeirra sem komust í undanúrslit. Sagt er frá þeim verkefnunum á RÚV NÚLL.
Í dag var svo komið að því að kynna þrjú efstu sætin í keppninni og var viðburðinum streymt á fésbókarsíðu verkefnisins. Í FAS var safnast saman á Nýtorgi til að fylgjast með og auðvitað var þess gætt að virða tveggja metra regluna. Okkar fólk hreppti þriðja sætið sem er frábær árangur og fær fyrir það verðlaun og viðurkenningu. Sagt var lítillega frá verkefnunum í þremur efstu sætunum. Umsögn fjölmiðladómnefndar um verkefnið er eftirfarandi: Í þriðja sæti er instagramsíðan Hellisbúarnir. Bráðnun jökla ógnar ungum kynslóðum í dag og stefnir heimkynnum okkar og lífsháttum í hættu. Hópurinn setti verkefnið fram á mjög aðgengilegan hátt fyrir ungt fólk sem var til fyrirmyndar og var í senn fræðandi og lifandi.
Fyrir þá sem vilja er hægt að horfa á útsendingu af verðlaunaafhendingunni hér. Og hér er slóðin á instagramsíðu Hellisbúanna.
Frábært – til hamingju með verkefnið.
Það var ánægjulegt að sjá aftur nemendur og starfsfólk á vappi í FAS í morgun en frá og með 4. maí taka gildi reglur um rýmkun á samkomubanni. Nú er leyfilegt að koma aftur í skólann en þó þarf að uppfylla skilyrði um að fjarlægð á milli einstaklinga sé a.m.k. tveir metrar. Það er misjafnt eftir áföngum í FAS hvenær nemendur koma aftur eða í hvaða tíma en allir eiga að hafa fengið upplýsingar þar að lútandi frá sínum kennurum.
Hún Hafdís okkar var mætt í veitingasöluna í morgun og menn voru ánægðir með að geta fengið sér að borða. Að sjálfsögðu var passað upp á að allir myndu virða tveggja metra fjarlægðamörkin.