Í fréttum er þetta helst

Gestirnir okkar í síðustu viku fóru ekki varhluta af vatnsveðrinu mikla. Það þurfti að gera smávægilegar breytingar dagskránni en það kom þó ekki að sök. Í vikunni voru m.a margir frumkvöðlar heimsóttir og þökkum við þeim kærlega fyrir móttökurnar.

Leiðin frá Höfn var þó lengri en gert var ráð fyrir í upphafi því eins og allir vita eyðilagðist brúin yfir Steinavötn. Það var því ekki um annað að ræða fyrir erlendu gestina en að fara norður fyrir. Hópurinn lagði af stað klukkan 6 á laugardagsmorgun í rútu og ferðalagið tók um 14 tíma til Keflavíkur en gestirnir frá Grikklandi áttu flug heim um miðnætti.

Í þessari viku standa svo yfir miðannarviðtöl. Þá hitta nemendur kennara sína í hverju fagi og fara þeir saman yfir stöðu mála. Eins og áður eru gefnar einkunnirnar G (góður árangur), V (viðunandi árangur) og O (óviðunandi árangur). Miðannarmatið er sett í Innu og geta nemendur séð matið þar. Í næstu viku verður útprentun af miðannarmatinu sent heim til þeirra sem eru yngri en 18 ára. Við hvetjum foreldra/aðstandendur til að ræða miðannarmatið við sinn ungling því það er mikilvægt að foreldrar viti af stöðu mála og geti hvatt sitt fólk áfram.

Fjölþjóðlegt í FAS

Það má með sanni segja að þessa vikuna ríki fjölþjóðlegt yfirbragð í FAS en hér eru staddir gestir frá samstarfsskólunum í Erasmus + verkefninu „Sharing competencies in entrepreneruial learning“ sem er verkefni í frumkvöðlafræði. Það verkefni hófst haustið 2016 og taka fimm lönd þátt í því. Auk Íslands eru það Eistland, Grikkland, Ítalía og Lettland og eru bæði nemendur og kennarar í gestahópnum. Eins og í fyrri samstarfsverkefnum gista nemendur hjá okkar nemendum í FAS sem taka þátt í verkefninu.
Dagskráin er þétt skipuð á meðan gestirnir staldra við. Á morgun (miðvikudag) klukkan 10:20 kynna þeir lönd sín fyrir nemendum FAS og þá er nokkrum tíma varið í að skoða Nýheima og Vöruhúsið. Megnið af tímanum er þó tengt þema verkefnisins sem er frumkvöðlafræði. Fyrirhugað er að heimsækja nokkra frumkvöðla hér á Höfn en mestur tíminn fer þó í að vinna í hópum að ýmsum verkefnum. Það verður spennandi að fylgjast með þeirri vinnu.

Íslandsmeistarar 2017

Síðastliðna helgi varð meistaraflokkur Sindra Íslandsmeistari 3. deildar í körfuknattleik með sigri á Þór Þorlákshöfn. þetta er fyrsti titillinn í sögu körfuknattleiksdeildar Sindra. Liðið náði frábærum árangri á þessu tímabili og vann 13 af 14 leikjum vetrarins. Kjarni liðsins eru drengir sem stunda nám við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu og langar okkur til þess að óska þeim innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur.

Fundur á sal

Allir nemendur eru boðaðir á fund í sal Nýheima kl. 9:45 á morgun, fim. 8. sept. og kennslu í yfirstandandi tímum verður þá lokið

Þar verður kynnt Starfastefnumót sem verður haldið í Nýheimum fim. 15. sept.

Farið yfir fyrirkomulag Starfastefnumóts og hlutverk nemenda þann dag.

Skyldumæting!