Í skólaráði sitja tveir fulltrúar kennara og tveir fulltrúar nemenda.  Auk þeirra eru áfangastjóri og skólameistari í skólaráði.  Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess.  Kennarafundur velur fulltrúa kennara í skólaráð og nemendaráð fulltrúa nemenda.

Hlutverk skólaráðs er að vera skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar við stjórnun skólans.  Skólaráð fjallar einnig um starfsáætlun skólans, skólareglur, umgengni, vinnuaðstöðu nemenda og félagslíf.  Skólaráð skipuleggur opna daga sem haldnir eru á vorönn á hverju ári.  Auk þess fjallar ráðið um málefni einstakra nemenda og þá sem trúnaðarmál. Fundargerðir skólaráðs eru ritaðar í fundargerðabók og er hún varðveitt á skrifstofu skólans.

Erindum til skólaráðs skal beint til skólameistara: skolameistari@fas.is.

Í skólaráði FAS skólaárið 2020 – 2021 eru:

Lind Völundardóttir skólameistari
Herdís Ingólfsdóttir Waage áfangastjóri

Úr röðum kennara:
Ingileif Kristjánsdóttir
Kristján Ebenezersson

Til vara:
Agnes H. Þorsteinsdóttir

Úr röðum nemenda:
Dagmar Lilja Óskarsdóttir
Júlíana Rós Sigurðardóttir