Gettu Betur – Sigur

06.jan.2020

– Uppfært : FAS hafði betur gegn Framhaldsskólanum á Húsavík 19-9 og eru kominn áfram í næstu umferð.

Líkt og undanfarin ár tekur Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu þátt í Gettu Betur. Liðið að þessu sinni skipa þau Björgvin Freyr Larsson, Ingunn Ósk Grétarsdóttir og Oddleifur Eiríksson en þjálfari liðsins er Sigurður Óskar Jónsson, fyrrum nemandi í FAS og þátttakandi í Gettu Betur. Síðustu mánuði hafa farið fram stífar æfingar hjá liðinu en varamenn hafa einnig tekið þátt í þeim.

Í kvöld, 6. janúar, mun fyrsta viðureign keppninnar fara fram en Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu keppir á móti Framhaldsskólanum á Húsavík klukkan 20:30. Keppninni verður ekki útvarpað en hægt er að nálgast hana á vefnum ef smellt er á meðfylgjandi hlekk. Við sendum liðinu góða strauma með von um gott gengi.

https://www.ruv.is/null

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...