– Uppfært : FAS hafði betur gegn Framhaldsskólanum á Húsavík 19-9 og eru kominn áfram í næstu umferð.
Líkt og undanfarin ár tekur Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu þátt í Gettu Betur. Liðið að þessu sinni skipa þau Björgvin Freyr Larsson, Ingunn Ósk Grétarsdóttir og Oddleifur Eiríksson en þjálfari liðsins er Sigurður Óskar Jónsson, fyrrum nemandi í FAS og þátttakandi í Gettu Betur. Síðustu mánuði hafa farið fram stífar æfingar hjá liðinu en varamenn hafa einnig tekið þátt í þeim.
Í kvöld, 6. janúar, mun fyrsta viðureign keppninnar fara fram en Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu keppir á móti Framhaldsskólanum á Húsavík klukkan 20:30. Keppninni verður ekki útvarpað en hægt er að nálgast hana á vefnum ef smellt er á meðfylgjandi hlekk. Við sendum liðinu góða strauma með von um gott gengi.