Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the all-in-one-wp-security-and-firewall domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Skólanefnd | FAS

Skólanefnd

Í 5. grein laga um framhaldsskóla er fjallað um skólanefnd.  Í skólanefnd eru fimm einstaklingar sem menntamálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn.  Auk þess eru í nefndinni áheyrnarfulltrúar frá nemendaráði, foreldraráði og kennurum.  Skólameistari er framkvæmdastjóri nefndarinnar.  Hlutverk skólanefndar er að marka áherslur varðandi tengsl við nærsamfélagið, vera skólameistara til samráðs um námsframboð, staðfesta skólanámskrá og fylgjast með framkvæmd hennar, veita umsögn um starfs- og fjárhagsáætlun og fylgjast með framkvæmd hennar, vera skólameistara til samráðs um gjaldskrá, vera skólameistara til samráðs um samninga sem skólinn gerir, vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál og veita menntamálaráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara.  Fundargerðir skólanefndar eru birtar á vef skólans.

Núverandi Skólanefnd Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu var skipuð 30. apríl 2013. Skipunin gildir til fjögurra ára í senn. Skólanefnd starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla. 5. grein.

Aðalmenn án tilnefningar:
Gunnar Ágeirsson

Hólmfríður Þrúðmarsdóttir

Matthildur Ásmundardóttir

Aðalmenn samkvæmt tilnefningu Sveitarfélagsins Hornafjarðar:
Ásgerður Katrín Gylfadóttir
Þorgrímur Tjörvi Halldórsson

 

Varamenn án tilnefningar:
Kristján Sigurður Guðnason
Sandra Rán Ásgrímsdóttir
Sveinn Rúnar Ragnarsson

 

Varamenn samkvæmt tilnefningu Sveitarfélagsins Hornafjarðar:
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Elías Tjörvi Halldórsson

 

Áheynarfulltrúar:
Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir – fulltrúi kennara
Helga Kristey Ásgeirsdóttir – fulltrúi nemenda
Óákveðið – fulltrúi foreldrafélags

Til vara: Herdís Waage – fulltrúi kennara