Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu sótti um að vera þátttakandi í verkefninu Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum (HOFF) ásamt liðlega 20 öðrum framhaldsskólum og jákvætt svar barst vorið 2010. Flensborgarskóli í Hafnarfirði er tilraunaskóli/leiðsöguskóli um þetta verkefni og var byrjaður á verkefninu ári áður en hinir skólarnir og má segja að hann ryðji brautina í þessu starfi. Markmiðið með þessu verkefni er að stuðla að velferð og góðri heilsu allra í framhaldsskólum, jafnt nemenda sem starfsmanna. Nánar um þetta verkefni sjá á vef Landlæknisembættis hér.
Verkefnið stóð yfir í fjögur ár og hófst formlega haustið 2011. Skólaárið 2010 – 2011 var ætlað til undirbúnings á verkefninu.