Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) er lögð mikil áhersla á samskipti við aðila utan skólans, bæði innanlands og erlendis.
FAS er til húsa í Nýheimum á Höfn. Auk skólans eru í Nýheimum; Nýheimar þekkingarsetur, Menningarmiðstöð, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði, Náttúrustofa Suðausturlands, Fræðslunet – símenntun á Suðurlandi Háskólafélag Suðurlands og Ríki Vatnajökuls. Í Nýheimum aðstaða til fjarnáms fyrir nemendur á háskólastigi og í fullorðinsfræðslu. Þá er í húsinu aðstaða til funda og ráðstefnuhalds.
Allt frá stofnun árið1987 hefur FAS starfað í nánu samstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands á Neskaupsstað. Undanfarin ár hafa framhaldsskólar á landsbyggðinni starfað saman undir heitinu Fjarmenntaskólinn. Innan Fjarmenntaskólans er samstarf um starfsnám, miðlun á námi og kennslu á milli skólanna. Einnig er Fjarmenntaskólinn samstarfsvettvangur fyrir aðildarskólana. Eins og nafnið bendir til er áherslan lögð á fjarnám.
FAS hefur um langt árabil átt samstarf við Grunnskóla Hornafjarðar. Þar hefur duglegum nemendum gefist kostur á taka áfanga á framhaldsskólastigi samhliða grunnskólanáminu og um leið flýta fyrir sér í námi.
Skólinn er í samstarfi við Fræðslunet – símenntun á Suðurlandi Samstarfið er fyrst og fremst um menntun fullorðinna með litla formlega menntun og þróun náms á framhaldsskólastigi.
FAS er í samstarfi við Tækniskólann um nám í vélstjórn. Námið er samkvæmt alþjóðlegu vottunarkerfi Tækniskólans. Kennslan fer fram í FAS og lotum í Tækniskólanum en útskrift er á ábyrgð beggja skólanna.
Í gildi er samningur milli Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands og FAS. Markmið samningsins er að efla náttúruskoðun við FAS, auka rannsóknir á fuglum og efla áhugann á þeim.
FAS og Náttúrustofa Suðausturlands vinna saman að svokölluðum vöktunarverkefnum en þar er fylgst reglulega með gróðurbreytingum á Skeiðarársandi, breytingum á Heinabergsjökli og Fláajökli, fuglar eru taldir í Óslandi og álftir á Lónsfirði. Upplýsingar um þessi verkefni er að finna á http://nattura.fas.is/
Skólinn á í nánu samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð um félagslíf ungmenna. Síðustu misseri hefur sérstaklega verið unnið að eflingu Vöruhúss sem er miðstöð skapandi greina í sveitarfélaginu. Nýjasta afurð þess samstarfs er tilkoma Fablab smiðju Hornafjarðar.
Mikið og gott samstarf er á milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Menningarmiðstöðvar og skólans. Meðal annars má nefna að skólinn hefur aðgang bókasafninu í Nýheimum. Einnig hefur sveitarfélagið verið skólanum innan handar við móttöku á gestum, innlendum sem erlendum.
FAS er í samstarfi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði, um menntun og rannsóknir í ferðaþjónustu. Til dæmis leggur skólinn árlega fyrir könnun um viðhorf íbúa til ferðaþjónustu.
Uppfært í júní 2017.