Almenn úrræði sem styðja við námið

Námsráðgjafi FAS sér til þess að allar upplýsingar varðandi nemendur og úrræði fyrir þá séu kynnt kennurum hans í framhaldsskólanum og leggur á ráðin með aðferðir og vinnubrögð sem gefast muni best fyrir viðkomandi einstakling. Helstu úrræði sem eru í boði: Notkun hljóðbóka, stuðningur við verkefnavinnu og verkefnaskil, stækkað letur á prófum/verkefnum, litaður pappír, stuðningstímar, námsaðstoð við heimanám, munnleg próf, aðstoð við próftöku, lengri próftími, fámenni í prófstofu, jafnvel aðeins einn nemandi í prófstofu.

Skimun og greiningu á leshömlun

Vakni grunur um það hjá nemanda eða kennurum hans að um leshömlun geti verið að ræða er námsráðgjafa gerð grein fyrir málinu. Námsráðgjafi ræðir við viðkomandi nemanda og í framhaldi af því er ákveðið hvort farið er í skimunarpróf og svo lesgreiningu. Þeir sem framkvæma slík próf eru sérfræðingar á því sviði sem skólinn hefur aðgang að í byggðarlaginu eða aðilar utan svæðis.

Hafi nemandi fengið greiningu á leshömlun í grunnskóla þá fylgir slík greining gjarnan með umsókninni um skólavist. Sérstök áhersla hefur verið lögð á þetta í samstarfi skólans við Grunnskóla Hornarfafjarðar þar sem óskað er eftir að foreldrar undirriti skjal sem heimili Grunnskóla Hornafjararð miðla upplýsingu um nemandann til þess framhaldsskóla sem nemandinn fær inngöngu í.

Eftirfylgni og stuðningur við nemendur sem eru greindir með leshömlun.

Komi leshömlun í ljós fylgja upplýsingar og úrræði sem gefin hafa verið með nemandanum inn í FAS. Námsráðgjafi FAS sér til þess að allar slíkar upplýsingar sem fylgja nemandanum séu kynntar fyrir kennurum hans í framhaldsskólanum og leggur á ráðinn með þau úrræði og vinnubrögð sem gefast muni best fyrir viðkomandi nemanda. Helstu úrræði eru: Notkun hljóðbóka, stuðningur við verkefnavinnu og verkefnaskil, stækkað letur á prófum/verkefnum, litaður pappír, stuðningstímar, námsaðstoð við heimanám, munnleg próf, aðstoð við próftöku, lengri próftími, fámenni í prófstofu/einn nemandi í prófstofu.