Nemendur með leshömlun

Vakni grunur um það hjá nemanda, aðstandendum hans eða kennurum að um leshömlun geti verið að ræða er námsráðgjafa gerð grein fyrir málinu. Námsráðgjafi ákveður í samráði við nemandann hvort farið er í skimunarpróf og svo lesgreiningu. Þeir sem framkvæma slík próf eru sérfræðingar á því sviði sem skólinn hefur aðgang að.

Hafi nemandi fengið greiningu á leshömlun í grunnskóla þá er mikilvægt að greiningargögn fylgi með umsókninni um skólavist.