Sérkennsla og aðstoð í námi
Fatlaður nemandi fær sérkennslu og þann stuðning annan sem talinn er þörf á til að hann geti stundað nám við skólann. Gerð er áætlun um nám sérhvers fatlaðs nemanda. Í umsókn þarf að koma fram hver fötlunin er og með henni þurfa að fylgja viðeigandi gögn.
Þurfi nemandi séraðstoð umfram það sem gert er ráð fyrir í hverjum áfanga, svo sem vegna lesblindu eða vegna annarrar hömlunar sem ekki telst fötlun, þarf að sækja um það til námsráðgjafa eða geta þess í umsókn um skólavist.
Nemandi af erlendum uppruna og nemandi sem hefur verið í lengri tíma erlendis fær aðstoð í skólanum við að ná tökum á íslensku sem nauðsynleg er til að geta stundað nám við skólann með viðunandi hætti.