Náttúru- og raunvísindabraut

Náttúru- og raunvísindabraut lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum á þriðja hæfniþrepi. Brautin er 200 einingar og skiptist í kjarna, sérhæfingu, bundið val og óbundið val. Á brautinni er lögð áhersla á náttúru- og raunvísindi. Nemendur sem ljúka brautinni hafa öðlast hæfni til að takast á við háskólanám á því sviði. Nemendur eiga einnig að hafa öðlast almenna hæfni sem er í samræmi við hin níu svið lykilhæfninnar og grunnþætti menntunar.

Kjarni allra stúdentsbrauta • 115 einingar

Auðlinda- og umhverfisfræði
AUUM
1AU05
5 ein.
Danska
DANS
2ST05
5 ein.
Enska
ENSK
2SG05 • 2LS05 • 3RO05 • 3SR05
20 ein.
Heilsufræði
HEIF
1NH03 • 1ÞJ03 • 1ÞH02(1) • 1ÞH02(2)
10 ein.
Inngangur að vísindum
INGA
1HF05 • 1NR05
10 ein.
Íslenska
ÍSLE
2GO05 • 2NH05 • 3LF05 • 3FM05
20 ein.
Stærðfræði
STÆR
2FG05 • 2TL05
10 ein.
Verk- og listgreinar *
5 ein.
Verkefnavinna
VERK
3VR05
5 ein.
Þemavinna
ÞEMA
1OV05
5 ein.
Þriðja mál (spænska eða þýska)
SPÆN
1HR05 • 1RL05 • 1TS05 • 2SK05
20 ein.
ÞÝSK
1GF05 • 1MÁ05 • 1SM05 • 2ÞL05

*  Nemendur velja verk- og listgreinar af framboði skólans eða annarra skóla.

Sérhæfing • 35 einingar

Eðlisfræði
EÐLI
2LA05
5 ein.
Efnafræði
EFNA
2LO05
5 ein.
Jarðfræði
JARÐ
2IJ05
5 ein.
Líffræði
LÍFF
2FA05
5 ein.
Stærðfræði
STÆR
2HV05 • 3DF05 • 3DH05
15 ein.

Bundið val – námslínur • 30 – 35 einingar

Eðlisfræði
EÐLI
2VB05 • 3RF05
10 ein.
Efnafræði
EFNA
3EG05 • 3RA05
10 ein.
Forritun
FORR
2GF05 • 3HL05
10 ein.
Líffræði
LÍFF
2LF05 • 3EF05
10 ein.
Jarðfræði
JARÐ
2VH05 • 3SJ05
10 ein.
Stærðfræði
STÆR
3DT05 • 3ÞV05 • 3SS05
15 ein.

Einnig má nemandi velja eina námslínu af annarri braut.

Óbundið val • 15 – 20 einingar

Nemandi getur valið úr þeim áföngum sem eru í framboði í skólanum en einnig má meta nám frá öðrum skólum. Val nemenda á áföngum skal miða við að á brautinni alls séu 17-33% (34 – 66 einingar) á hæfniþrepi 1, 33-50% (66 – 100 einingar) á hæfniþrepi 2 og 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 3.

  Alls 200 einingar

Inntökuskilyrði

Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Skipulag

Kjarni brautar er 115 einingar og sameiginlegur með hug- og félagsvísindabraut og kjörnámsbraut. Sérhæfing á brautinni er 35 einingar, bundið val 30 einingar og óbundið val 20 einingar. Kjarni og sérhæfing er skylda á brautinni. Bundna valið er námslína sem er sett saman úr tveimur, stundum þremur, áföngum á sama fagsviði. Nemendur velja þrjár slíkar línur í bundnu vali og er skylt að velja að minnsta kosti tvær þeirra af bundna vali brautarinnar en eiga möguleika á að velja eina línu af öðrum brautum. Verkefnaáfangi í kjarna er tekinn undir lok námstímans og er eins konar lokaáfangi í framhaldi af námslínu nemandans þar sem val á efni ræðst einnig af áhugasviði og markmiðum náms. Námslok náttúru- og raunvísindabrautar eru á hæfniþrepi 3. Val nemenda á áföngum skal því miðast við að 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 1, 33-50% (66 – 100 einingar) séu á hæfniþrepi 2 og að 17-33% (34 – 66 einingar) séu á hæfniþrepi 3.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að

  • takast á við nám á háskólastigi í náttúru- og raunvísindum.
  • beita þekkingu og færni á gagnrýninn hátt við að skilgreina samfélagið með það að markmiði
    að ný þekking verði til.
  • taka þátt í gagnrýnni umræðu á ábyrgan hátt.
  • beita vísindalegum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun.
  • miðla fræðilegum upplýsingum á skapandi og fjölbreyttan hátt í ræðu og riti.
  • gera sér grein fyrir mikilvægi félagslegrar, efnahagslegrar og menningarlegrar sjálfbærni fyrir samfélag sitt og samfélag þjóðanna.
  • skilja nærumhverfi sitt og stöðu þess í alþjóðlegu samhengi út frá fræðilegum forsendum.
  • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðissamfélagi.