Sjálfsmat

Í sjálfsmatskýrslum skólans er gerð grein fyrir innra mati á starfsemi skólans hverju sinni. Þar er fjallað um lykilþætti skólastarfsins, svo sem gæði kennslu og náms, árangur nemenda, námsumhverfi, stuðningsúrræði, stjórnun og samstarf innan skólans. Skýrslurnar veita innsýn í styrkleika og umbótatækifæri og eru mikilvægt tæki til sífelldrar þróunar og gæðastjórnunar í skólastarfi.

Auk innra mats fer reglulega fram ytra mat á starfsemi skólans, sem unnið er af utanaðkomandi aðilum. Markmið þess er að meta fagleg vinnubrögð, styðja við umbætur og tryggja gæði skólastarfs með óháðri og faglegri sýn.

Fréttaflokkar

  • Fréttir
  • Covid-19
  • Stoðþjónusta
  • Tilkynningar