Starfsbraut
Brautarlýsing:
Starfsbraut er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu, verið í sérdeild eða verið kennt samkvæmt einstaklingsnámskrá (stjörnumerkt einkunn) í grunnskóla, ýmist vegna fötlunar eða annarra ástæðna. Markmið starfsbrautar er að veita nemendum einstaklingsmiðaða almenna menntun þar sem áhersla er á að auka sjálfstraust, sjálfstæði og félagslega virkni nemenda. Náminu er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu með áherslu á undirbúning fyrir lífið, atvinnuþátttöku og/eða frekara nám.
Námið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum og einum og er skipulagt með tilliti til þess nemendahóps sem innritast á brautina hverju sinni. Þannig geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu. Nám á starfsbraut getur verið allt að fjögur ár og er einingafjöldinn sem nemendur útskrifast með einstaklingsbundinn. Nemendur á starfsbraut hafa tækifæri á að taka áfanga af öðrum námsþrepum og námsbrautum ef þeir hafa áhuga og/eða hæfni til þess. Námslok eru á 1. þrepi.
Inntökuskilyrði:
Nám á starfsbraut er ætlað nemendum sem notið hafa verulegrar sérkennslu, verið í sérdeild eða verið kennt samkvæmt einstaklingsnámskrá (stjörnumerkt einkunn) í grunnskóla, ýmist vegna fötlunar eða annarra ástæðna.
Innritunarferlið:
Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla og hyggjast sækja um nám á starfsbraut gera það inni á innritun.is í febrúar ár hvert. Æskilegt er að greinagóðar upplýsingar um námsstöðu og/eða þjónustuþörf umsækjenda fylgi með. Eftir að umsókn berst og hefur verið samþykkt verða foreldrar og nemendur boðaðir í innritunarviðtal.
Nemendur geta tekið kjarnaáfanga í annarri röð en þeirri sem gefin er upp hér.
| Kjarni | Haust | Vor | Haust | Vor | Haust | Vor |
|---|---|---|---|---|---|---|
| Íslenska | ÍSLE1MB04 | ÍSLE1FÖ04 | ÍSLE1TM04 | ÍSLE1MB04 | ÍSLE1DÆ04 | ÍSLE1TM04 |
| Stærðfræði | STÆR1RE03 | STÆR1TM03 | STÆR1RE03 | STÆR1TB03 | STÆR1RE03 | STÆR1FP03 |
| Enska | ENSS1LA03 | ENSS1FE03 | ENSS1BÓ03 | ENSS1MM03 | ENSS1KV03 | ENSS1ÁT03 |
| Heilsufræði | ÍÞRÓ1AÍ03 | ÍÞRÓ1AÍ03 | ÍÞRÓ1AÍ03 | ÍÞRÓ1AÍ03 | ÍÞRÓ1AÍ03 | ÍÞRÓ1AÍ03 |
| Upplýsingatækni | UPPLSB02 | UPPLSB02 | UPPLSB02 | UPPLSB02 | UPPLSB02 | UPPLSB02 |
| Tilveran | TILV1SF02 | TILV1ÁF02 | TILV1FL02 | TILV1SM02 | TILV1SU02 | TILV1LS02 |
| Lýðheilsa | LÝÐH1SÞ02 | LÝÐH1PH02 | LÝÐH1SS02 | LÝÐH1KY02 | LÝÐH1FV02 | LÝÐH1GR02 |
| Starfsnám | STAR1HV02 | STAR1JV02 | STAR1RV02 | |||
| Þema* | ÞEMA1OD01 | ÞEMA1VD01 | ÞEMA1OD01 | ÞEMA1VD01 | ÞEMA1OD01 | ÞEMA1VD01 |
| Heimilisfræði | 3 | 3 | 3 | |||
| Val** | ||||||
* Ef aðlagað ÞEMA1ST01
** Á hverri önn er boðið uppá valáfanga á starfsbraut sem nemendur geta valið að skráð sig í á valviku. Eins geta nemendur val áfanga af öðrum námsþrepum eða námsbrautum ef þeir hafa áhuga og hæfni til, í samráði við umsjónaraðila námsbrautar.