Vel heppnaðir vísindadagar í FAS
Vísindadagar FAS fóru fram dagana 21.–23. október og voru tileinkaðir því að skoða sögu og mannlíf við Horn.
Nemendur unnu í litlum hópum að fjölbreyttum viðfangsefnum tengdum svæðinu, meðal annars sögu og mannlífi á Papós, jarðfræði og náttúru svæðisins og sögu ratsjárstöðvarinnar.
Í upphafi var ætlunin að ljúka verkefninu með göngu fyrir Horn, þar sem hóparnir myndu kynna afrakstur vinnunnar á mismunandi stöðum.
Vegna veðurs var þó ekki unnt að ganga fyrir Horn að þessu sinni og því var ákveðið að færa kynninguna inn á Höfn.
Nemendur gengu þá á milli staða í bænum og kynntu niðurstöður sínar með frásögnum og veggspjöldum sem þau höfðu unnið að dagana á undan. Sem hægt er að kynna sér í FAS.
Hóparnir höfðu lagt metnað í að tengja saman sögu, menningu og náttúru og kynningarnar endurspegluðu fjölbreyttar nálganir á viðfangsefninu.
Þrátt fyrir að veðrið hafi breytt áætlunum heppnaðist verkefnið afar vel og skapaðist skemmtilegt andrúmsloft þar sem nemendur gátu deilt vinnu sinni hver með öðrum og starfsfólki skólans.
Kennarar lýstu ánægju með áhuga og samvinnu nemenda, og sögðu verkefnið hafa orðið bæði fræðandi og skapandi, í anda vísindadaga FAS.
Nemendur voru almennt mjög ánægðir með vísindadagana í ár og sögðu þá hafa verið bæði skemmtilega og lærdómsríka leið til að vinna saman að sameiginlegu verkefni.
Hægt er að nálgast myndi frá vísindadögum hér