Valvika í FAS

Þessa vikuna stendur yfir val nemenda fyrir vorönnina. Í gær hittu nemendur umsjónarkennara sína þar sem var farið yfir hvað og hvernig ætti að velja í Innu. Einnig hvaða áfangar séu í boði.
Þó það fari nokkuð eftir brautum hvaða áfanga nemendur þurfa að taka er alltaf hægt að velja áfanga sem þeir hafa sérstaklega áhuga á. Það er t.d. hægt að velja grunnteikningu, matreiðslu og enska boltann á næstu önn svo eitthvað sé nefnt.
Ef það eru einhverjir að velta fyrir sér að fara í nám á næstu vorönn eru þeir hvattir til að kynna sér námsframboð skólans. Opnað verður fyrir umsóknir 23. október og það verður hægt að sækja um á heimasíðu skólans.